Búa til almennilegan hól / brekku við grunnskólann eða íþróttasvæðið á Álftanesi fyrir börnin til að renna sér. Sú litla brekka sem var áður við grunnskólann var þveruð með göngustíg fyrir nokkrum árum og þá þurfti að fara t.d. á Víðistaðatún í Hafnarfirði til að renna sér. Nú er verið að grafa mikið á miðjusvæðinu á Álftanesi. Kannski má nota úr því?
Góð útivist fyrir börn á veturna - tilbreyting frá öðrum íþróttum - tímasparnaður að hafa í heimabyggð
Búið að tala um í mörg ár hversu gott það væri að fá sérsvæði fyrir stærri og minni krakka á Álftanesi, svo væri gott að hafa bekki fyrir foreldra þegar þeir verða orðnir þreyttir ;-) er ekki hægt að riðja í brekku við hliðina á gervigrasvellinum nýja?
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation