Það þarf fleiri hundasvæði í Garðabæ en eitt (sem er eiginlega í Hafnarfirði og krefst ökuferðar). Ein leið væri að girða af svæði við eða í byggð þar sem sleppa má hundum lausum.
Hvað ætli það séu margir hundar í bænum? Giska á nokkur þúsund. Garðabær gefur sig út fyrir að vera grænan og góðan en dæmið gengur ekki upp gagnvart hundaeigendum. Nýtt hundasvæði kostar smápeninga og mjög mörg okkar yrðum þakklát.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Listi með öllum hugmyndum sem bárust í hugmyndasöfnun ásamt afstöðu matshóps við hverri hugmynd er að finna á vef Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation