Malbika veginn og gera plan við Ævintýragarðinn/ hundagerðið Vegurinn að Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekku/ hundagerðinu hefur verið lokaður um nokkurn tíma og því miður getur að reynst sumum erfitt að ganga niður brekkuna eða labba frá Varmá. Eins og staðan er í dag er ekki tryggt jafnt aðgengi fyrir alla að svæðinu.
Með því að opna veginn og gera bílaplan þarna við hlið hundagerðisins yrði aðgengi fyrir fatlaða tryggt að svæðinu. Ég er fötluð, nota hjólastól, á hund og hef viljað nýta þetta hundagerði. Það hefur hins vegar reynst flókið og erfitt vegna þess hve langt er að bílastæðum. Ég er mjög fylgjandi því að þarna verði aðgengismál bætt!
Frábær hugmynd sem myndi nýtast mjög mörgum bæjarbúum, því þetta er frábært svæði!
Frábær hugmynd !
Þarf að tryggja fötluðum sem ófötluðum aðgengi.
Leiksvæðið er ekki að nýtast sem skyldi vegna slæms aðgengis. Þarf endilega að setja þarna góðan veg og bílastæði, þannig að allir hafi aðgang að svæðinu. Einnig mætti fjölga leiktækjum. Laga þarf hlið að hundagerði, en hefur stundum verið í ólagi.
Vegurinn að Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekku/ hundagerðinu hefur verið lokaður um nokkurn tíma og því miður getur að reynst sumum erfitt að ganga niður brekkuna eða labba frá Varmá. Eins og staðan er í dag er ekki tryggt jafnt aðgengi fyrir alla að svæðinu.
Nú hafa 29 verkefni verið valin í íbúakosningu Okkar Mosó 2021 31.-6.júní. Þessi hugmynd var ekki valin að þessu sinni eða önnur sambærileg hugmynd valin. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla Mosfellinga 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: kosning2021.mos.is. Nánari upplýsingar er að finna á mos.is/okkarmoso
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation