Mótun úrræða vegna skólaforðunar. Skólaforðun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn og framtíðarhorfur þeirra. Vinna þarf markvisst gegn félagslegri einangrun og fyrirbyggja eins og kostur er að börn og ungmenni flosni upp úr skóla. Áhersla er lögð á að bregðast við vanda með viðeigandi úrræðum og þjónustu í tíma. Því markmiði verði náð með auknum stuðningi við skólastjórnendur, kennara, annað starfsfólk og foreldra og stuðningur annarra fagaðila þar sem við á. Tækifæri til að efla enn frekar samstarf sérfræðinga menntasviðs og starfsfólks barnaverndar með það að markmiði að móta fjölbreyttari úrræði verði einnig skoðuð.
Vinsamlega hafið bæði heimili barns með, búi barn á tveimur heimilum. Bæði heimili hafa styrkleika sem geta gagnast barni, þegar kemur að því að yfirstíga erfiðleika.
Vera með skýra stefnu, mikið samráð við foreldra og jafnvel stuðning fyrir foreldra í samvinnu við Kópavogsbæ. Reglulegir fundir og markviss þjálfun fyrir barnið í tjáningu á líðan, lausnarhugsun og þjálfun í að takast á við mörk sem því eru sett.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation