Það vantar ekki nema nokkra malbikaða metra upp á að ná að hjóla þaðan sem Arnarnesvegur endar og niður á hjólastíginn sem fer undir Reykjanesbrautina og kemur upp við Bæjagil - ella þarf maður að reiða hjólið meðfram grófum reiðstíg.
Auðveldar fólki í Lindar- og Salarhverfi að hjóla í átt að Gbæ/Hfj t.d. vegna vinnu (og öfugt) - annars þarf maður að taka stóran krók undir brúnna hjá Smáralind með tilheyrandi lækkun og svo brattri hækkun.
Sammála því að það þarf betri tengingu þarna á milli en kemur hún ekki þegar framkvæmdirnar við Arnarnesveginn er búnar? Held að það sé verið að gera samskonar undirgöng og er vestan megin við hringtorgið og liggja undir Arnarnesveginn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation