Make Hamraborg great again!

Make Hamraborg great again!

Að gera Hamraborg að alvöru, mannvænum, nær sjálfbærum miðbæ með skemmtilegri blöndu af íbúðarhverfi og verslun þar sem fólki verður gert kleift að búa án þess að leita annað eftir þjónustu. Hamraborg verður miðpunktur svæðis sem teygir sig langt í vestur- og austurbæ, nær norður til Fossvogsdals og niður í suðurhlíðarnar. Svæðið verður íbúavænna, fallegra, skemmtilegra, verslun örvast, fasteignaverð hækkar og Kópavogur eignast sinn eftirsóknaverða miðbæ.

Points

Þarna er hægt að gera fallegt og skjólsælt torg, með trjám, túni og leikvelli þannig að fólk myndi njóta þess að sækja þangað í verslun og þjónustu og jafnvel stoppa við lengur en þessar 10 sekúndur sem tekur að stökkva úr og inn í bíl. Þarna er varla neitt fólk og verslunarrými eru auð. Það væri samt alveg nóg pláss fyrir bílana.

http://uk.businessinsider.com/urbi-before-after-gallery-2015-8

Það er nóg pláss til að bæta við miklum gróðri, í stað steypuveggja mætti planta trjám, fækka hellum og gera beð. Mála hús, laða að smáfyrirtæki. Þá verður svæðið meira aðlaðandi til að stoppa á. Hamaborgin hefur eitthvað við sig en það má gera hana miklu betri!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information