Bæta göngu-/hjólastíga í Kópavogsdal

Bæta göngu-/hjólastíga í Kópavogsdal

Göngu- og hjólastígar í Kópavogsdal þyrftu að vera aðgreindir til að ekki hljótist slys af en oft er hjólað hratt í brekkunum í Kópavogi (og ekki alltaf tekið tillit til ungra hjólreiðamanna)! Það þyrfti því sennilega að breikka stígana talsvert eða hafa tvær akreinar með bili á milli eins og í Fossvogsdal, þar sem plássið leyfir.

Points

Minnka slysahættu til mikilla muna

Notkun göngu- og hjólastíganna í Kópavogsdal hefur aukist mikið undanfarið en þeir eru alls ekki nógu góðir fyrir þessa auknu notkun. Hægt er að sjá vísbendingu um aukningu milli áranna 2014 og 15 hér: http://labs.strava.com/heatmap/2014-2015.html#15/-21.89850/64.10512/gray/both Sérstaklega vantar að bæta stígana frá undirgöngunum við Dalveg 28 og að Fífuhvammi. Gera stígana sambærilega þeim sem eru í Fossvogsdal (Reykjavíkurmegin). Betri stígar tengjast þessum stígum austan og vestan megin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information