lýsing gönguleiða til/frá skólum

lýsing gönguleiða til/frá skólum

Mikil áhersla er lögð á það við grunnskólabörn að ganga eða hjóla í skóla. Það vantar hins vegar að lýsa þessar göngu- og hjólaleiðir betur. Sem dæmi má nefna svæðið austan við Stjörnuvöllinn sem fjöldi nemenda við Flataskóla gengur daglega. Þar er Stjörnuvöllurinn sjálfur flóðlýstur (eins og vera ber) en gönguleið barnanna einungis illa lýst með fáum ljósastaurum sem langt er á milli. Á þetta hafa forráðamenn bent margoft og í mörg ár en ávallt talað fyrir daufum eyrum.

Points

Get líka nefnt dæmi með Urriðaholtið, þar er einmitt langt á milli staura, þeir eru allt of lágir og lýsa á mörgum stöðum meira út af gönguleiðinni en inn á hana, einnig eru þeir mikið til ljóslausir í hverfinu. Það er stórt öryggis og umhverfismál að börnin okkar geti gengið örugg og óhrædd í skólann.

Forsendur þess að börn nýti gönguleiðir til/frá skóla eru m.a. að þær séu öruggar. Myrkar og illa upplýstar leiðir eru alls ekki öruggar og engan veginn aðlaðandi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information