Banna ætti alla umferð stærri langferðabíla inn í íbúðargötum í Hafnarfirði. Göturnar eru það þröngar að þær þola ekki slíka umferð. Rúturnar keyra upp á gangstéttir til að ná beygjum og valda stórhættu.
Rökin eru augljós. Við viljum öruggt umhverfi og hæga umferð í íbúðargötum.
Það er hreinn og klár óþarfi að sækja túrista heim að húsi. Það eiga að vera central stoppistöðvar sem á að beina ferðamönnum á.
Góðar og aðgengilegar almenningssamgöngur skipta miklu máli - að okkur mati skal strætó keyra óbreytt í gegnum Hafnarfjörð, m.a. Hringbraut (leið 1). Það truflar okkur ekki, og við búum í Hringbraut og njótum þess að vera með beinni strætótengingu. Sömuleiðis rútur frá skólum í íþróttahús. Að sjálfsögðu á leyfilegan hraða, hér 30 km/klst. En mér finnst að það sé lítið um túristarútur í Hafnarfirði og tel engin þörf að hafa sérstakar reglur (það er öðruvísi í miðborg Reykjavíkur)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation