Það er nauðsynlegt að fólk sem hætt er að vinna vegna aldurs eða getur ekki unnið af öðrum ástæðum geti lifað mannsæmandi lífi af þeim tekjum sem hið opinbera greiðir þeim.
Fólk með mannsæmandi kjör líður betur andlega og getur keypt sér mannsæmandi mat er þar af leiðandi heilsuhraustara sem er ódýrara fyrir samfélagið í heildina !
Aldraðir og öryrkjar eru ekki byrði á þjóðfélaginu. Það er hins vegar byrði að halda þeim fátækum, vegna þess að fátækt er dýr fyrir þjóðfélagið. Þess vegna er það líka ástæðulaust, fyrir utan hið augljósa, að vera mannréttindabrot. Það ætti að setja á samræmt lífeyriskerfi fyrir alla sem eru ekki á vinnumarkaði. Það væri bæði sanngjarnara, og auðveldara að ná samstöðu um að sá lífeyrir væri mannsæmandi, þegar þessir þjóðfélagshópar væru sameinaðir en ekki sundraðir.
Þjóð sem sér um öryrkja, eldri borgarar, og einstæða mæðra mun dafna og blómstra á öllum sviðum lifsins og mun vera fyrirmynd fyrir aðra þjóðar. Þess vegna þarf að gera nauðinlega breytingar til goðs fyrir þennan hóp sem nú er fyrir neðan fátæktarmörkum og hefur verið lengi. Það er ekki til sóma fyrir Ísland að vera með sveltandi fólk í landinu.
Það má auðveldlega setja þetta málefni á forgangslista.
Í dag er ekki mikil hvatning fyrir öryrkja að reyna að komast út á vinnumarkaðinn. Um leið og við reynum að vinna (og gefa upp) nokkra klukkutíma í mánuði skerðast bæturnar. Mér finnst mikið baráttumál að öryrkjar og aldraðir fái að vinna sér inn upp í lægstu laun án þess að bæturnar skerðist og að ríkið greiði leiðina á meðan fólk í þessari stöðu er að fóta sig á vinnumarkaðinum á nýjan leik. 300.000 á að vera lágmarks lifi kostnaður og bæturnar eru langt fyrir neðan þessa upphæð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation