Að skattur á ferðamenn verði tekinn upp

Að skattur á ferðamenn verði tekinn upp

Túristar sem koma til landsins nota mikla þjónustu og njóta landsins eins og við hin en þurfa ekki að borga mikið fyrir það. Peningurinn yrði svo notaður til að gera yfirgripsmikla ferðamannastefnu og breytingar sem fer meðal annars inná hvernig við ætlum að beita okkur í túrismamengun,sem svo mörg lönd á undan okkur hafa rekið sig á og hvað þarf að gera til að þjónusta þennan hóp sem best því mannorð okkar annaðhvort skaðast eða styrkist,ár frá ári með aukningu þeirra.samanber 101 Reykjavík

Points

Hvort það verði hlið við flugvöllinn eða Norrænu eða staðarlið,eftir því hvort túristar séu uppi á hálendinu eður ei er allt hægt að skoða. Þegar við förum uppá meginland evrópu og víða þá borgum við allskonar skatta í allskonar formi útaf eðlilega höfum við áhrif á þau lönd. Sum sveitarfélög hér á landi svíða undan auknu álagi vegna ferðamanna og eru beinlínis að tapa á að þjónusta þa. Nauðsynlega þurfum að koma í veg fyrir skaddaða ímynd útaf við náum ekki að halda okkar hlutverki hreinu.

Ferðamenn nota ýmis konar þjónustu og greiða fyrir hanna og þar með þá skatta sem þjónustan skilar. Þeir ferðast um götur landsins og greiða vegaskatt í formi gjalds á eldsneyti og þungaskatt sem falinn er í leigu bifreiða svo dæmi sé tekið. Sjálfboðliðaastarf björgunarsveita þarf kannski að fá hærri skerf af kökunni og bæta þarf salernismál til samræmis við fjölda ferðamanna á landinu en þjónustan sem þeir kaupa og skatturinn af henni virðist vera það sem kom okkur upp úr síðustu kreppu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information