Eins og er þá er Bali eini staðurinn í Garðabæ sem leyfir lausa hunda, en svæðið er ekki afgirt og er algeng gönguleið. Einnig er svæðið í útjaðri bæjarins og því ekki hentugt að fara þangað fyrir marga. Fyrir ofan tónlistaskólann og dýraspítalann er stór grasflötur sem ekki hefur verið notaður í neitt af viti. Á þessum flöt væri hægt að setja upp afgirt hundasvæði þar sem hægt væri að hleypa hundum lausum og haft meiri stjórn á umhverfinu sem hundarnir eru í og þannig aukið öryggi allra.
Það er frábært að hafa afgirt hundasvæði, en þessi grasbali er líklega ekki best til þess fallinn. Hann er notaður af börnum í hverfinu fyrir ýmsa eltingaleiki, fótbolta, o.s.frv. enda ekki mörg önnur opin græn svæði. Mörg börn og fullorðnir ganga í gegn á leið í tónlistarskóla, leikskóla og annað. Hverfið er rólegt þrátt fyrir ýmsa þjónustu og er ekki eftirspurn fyrir því að auka umferð.
Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Tek heilshugar undir þessa tillögu! Aukið öryggi fyrir alla(menn og dýr) og betra aðgengi fyrir þá mörgu hunda sem búa í Garðabæ og eigendur þeirra.
Frábær tillaga! Afgirt svæði fyrir hunda myndi auðvelda eigendum að halda betur utan um hunda sína og bæta öryggi og vellíðan allra í nærumhverfinu.
Of nálægt íbúabyggð
Góð hugmynd, minnkar líkur á því að hundar sleppi lausir eða angri fólk sem framhjá fer og kærir sig ekki um hunda. Einnig hefur hundum fjölgað mjög í bæjarfélaginu og sjálfsagt að koma til móts við eigendur þeirra með því að fjölga opnum svæðum og girða þau af.
Ekki boðlegt að hafa hundasvæði nánast í bakgarðinum hjá íbúum.
Hundagerði eru upplögð fjarri íbúðabyggð.
Er mikill hundamaður og á tvo hunda. Er þó á móti þessari hugmynd. Börnin í hverfinu er oft að leik þarna. Auk þess myndi þetta auka umferð á þessu svæði og nóg er hún nú samt. Umferð í Hofslundi gæti janframt aukist þar sem oft á tíðum eru öll bílastæði þarna í kring upptekinn vegna starfsemi dýraspítalans, tónlistraskólans, kirkjunnar, G fit, hárgreiðslustofunnar og leiksólans.
Einnig væri hægt að nýta grasflötinn við Silfurtún. Hann er lítið notaður í dag og nálægt göngusvæði við dalinn sem er mikið notaður við útivist.
Of nálægt íbúðabyggð
Þetta er of nálægt íbúabyggð.
Staðsetningin er of nálægt íbúabyggð en hugmyndin er góð
Þetta er allt of nálægt íbúðabyggð. Þetta væri alveg ofan í görðum hjá íbúum þarna við hliðin á. Það er örugglega hægt að finna svæði sem hentar betur fyrir lausa hunda þar íbúar þurfa ekki að hafa þetta í bakgarðinum hjá sér.
Of nálægt íbúabyggð og einnig ofaní Tónlistarskólanum sem er ekki hentugt fyrir starfsemi skólans
Þetta er of nálægt íbúabyggð
Finna þarf annað svæði fyrir hunda því þetta svæði er mikilvægt svæði fyrir alla. Einstakur staður sem allir þurfa að fá að njóta.
Þetta svæði er í bakgarði íbúa í Hofslundi og engan vegin hentugt. Frábært að fá afgirt hundasvæði en það þarf að vera lengra frá íbúabyggð.
Of mkil nálægð við byggð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation