Til þess að hægt sé að hefja starfsemi Siglingaklúbbsins Vogs í Ránargrund 2 þarf að koma upp húsnæði með félagsaðstöðu, búningsklefum, salernisaðstöðu og þess háttar. Lóðin þyrfti að vera afgirt til þess að hægt sé að geyma báta og búnað. Tengja þarf inn á lóðina rafmagn, heitt og kalt vatn. Í Siglingaklúbbnum Vogi eru nú tæplega 200 formlega skráðir meðlimir og fer þeim hratt fjölgandi. Vonandi verður hægt að halda fyrstu siglinganámskeiðin í sumar fyrir börn og unglinga.
Væri gott fyrir Garðabæ.
Þetta stækkar íþróttastarf barna í bænum. Virkilega góð forvörn fyrir krakka sem ekki hafa áhuga á bolta íþróttum. Virkilega flottur staður til að iðka sjósund og kayak ásamt kænustarfi á optimist, laser, RS bátum og öðrum kænum. Það þarf ekki að fara langt til að sjá hversu mikið Hafnarfjarðarbæ hefur fengið út úr starf Þyts undan farinn 28 ár.
Er mjög hlynntur því að hafa siglingaklúbb í Garðabæ. Vil samt benda á praktísk atriði: Það þarf að hafa heilbrigðiseftirlitið með í ráðum og taka tillit til skólpdælustöðvarinnar við Arnarneslækinn. Veit ekki hversu mikið hún er á yfirfalli, það væri leiðinlegt ef hún væri alltaf á yfirfalli. Ef svo er þá er ekki snjallt að setja upp sjósundsaðstöðu þar beint við hliðina á fyrr en búið er að tækla það mál. Heilbrigðiseftirlit gæti þurft að uppfæra kröfur um vatnsgæði á svæðinu m.t.t. athafna.
Fràbært að byggja upp þessa aðstöðu… Sjósport er svo skemmtilegt. Stunda reglulega Sjósund og Nauthólsvík getur varla tekið á móti fleirri gestum. Fyrir lengri sund væri gott að vera með kajak til fylgdar og svo er upplagt að læra siglingar ⛵️🌊🏊♀️🏊♀️
Pirates of the Caribbean Garðabær editon. 🙏
Var sjálfur barn í siglunesi Nauthólsvík, að vera þar sem krakki opinn fyrir öllum öflum náttúrunnar má segja að það átti hlut í að gera mig að manninum sem ég er í dag. Krakkar í dag hafa ekki þennan lúxus að geta hugsað af fyrra bragði að hoppa í sjóinn, vegna síma og raftækja en með því að opna félagshús er að sjálfsögðu verið að vinna gegn því að sitja heima og spila í símanum eða tölvuni, krakkar hefðu gott að því að busla smá í sjónum og fara út fyrir þægindarammann.
Þegar siglingaklúbburinn Vogur var og hét var mikið líf við voginn. Unglingar sem þrifust ekki í boltaíþróttum sóttu siglinganámskeiðin mjög vel. Ástæða þess að siglingastarfið lagðist af var að fjaran og sjórinn framan við klúbbinn var full af óþverra sem kom með auknu affalli vegna stækkunar bæjarins - áður en "stóra" lögnin og dælustöðin vour byggð. Vandinn er að það þarf sterka forustu og samstæðan hóp foreldra til að koma starfseminni af stað á ný.
Arnarvogurinn er frábær staður fyrir kajakróður og kænusiglingar. Á sínum tíma var ég með í að byggja upp siglingastarf fyrir börn í vognum. Það sem heillaði mig mest við áratuga námskeiðshald fyrir börn og hélt áhuga mínum var að taka á móti börnunum, sem sum þorðu varla að dýfa tánni í sjóinn og sjá þau síðan 2 vikum síðar margfalt þroskaðri og hressari þannig að erfit var að fá þau úr sjónum.
Kæri hugmyndasmiður. Hluti af hugmynd þinni, skolaðastaða fyrir búnað, hefur verið valinn áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Bráðvantar svona aðstöðu!
Mikilvægt að auka aðgengi að sjósporti fyrir börn, unglinga og aðra íbúa Garðabæjar
Frábær afþreying fyrir fólk á öllum aldri að læra að umgangast sjóinn
Nauðsynleg fjárfesting til framtíðar og til að halda starfsemi og vexti áfram.
Vogurinn frábær til siglinga
Bráðvantar aðstöðu fyrir sjósport fyrir börn og fullorðna í Garðabæ!
😁frabært
Það vantar svo sannarlega aðstöðu fyrir sjósport í Garðabæ
Sjósportið er frábær viðbót við það góða íþróttastarf sem fyrir hendi er í bænum okkar. Það væri snilld að fá aðstoðu fyrir hvers kyns sjósport, siglingar og sjósund.
afþregin
Mikilvægt að efla þetta skemmtilega áhugamál og um að gera að fá sem mest líf í og um Sjálandið❤️ Vonandi geta allir sem hafa áhuga fengið að vera með, og enn betra væri að fá einnig rækt við hliðina á í Sjálandshúsið❤️ Efla heilsurækt og áhugamál!
Svona starfsemi vantar sárlega í Garðabæ
Styð þetta starf sérstaklega það sem lítur að börnum og ungu fólki
Löngu tímabært!
Frábært uppeldismál. Gaman að fylgjast með í göngutúrum. 😃
Það er löngu kominn tími til að nýta besta siglingakennslusvæðið, Arnarvog, til iðkunnar á siglingaíþróttinni
Skynsamleg hugmynd sem eykur framboð á hollri og góðri tómstundaiðju í bænum fyrir fólk á öllum aldri.
Frábært að fà líf við sjóinn og að Garðbæingar geti iðkað sjósport í heimabyggð.
Frábært. Miklu öruggara og betra að hafa aðstöðu en ekki og gefur Garðbæingum og fl. kost á skemmtilegri sjóútivist í auknum mæli.
Frabaert ad fa siglingaklubbinn aftur, frabaert ad sigla i voginum.
Vogurinn er eitt skemmtilegasta siglingasvæði á landinu. Það væri alger sind að nýta þetta ekki fyrir komandi kynslóðir. Byggjum upp og gerum það vel.
Mikil þörf á að geta stundað sjósport í Garðabæ. Vogurinn er mjög hentugur fyrir sjósund og siglingar.
😀 Erum Nú Sjávar þjóð og búum á eyju gott að kenna okkar yngstu að meðhöndla það vel gert og áfram gakk
Algerlega frábær hugmynd til að efla öflugt félagsstarf í bænum og skapa líf og aðstæður fyrir íbúa að njóta þess fallega umhverfis sem bærinn hefur uppá að bjóða ❤️🙏
Fjölskylduvænt og frábært útivistartækifæri fyrir alla fjolskylduna.
Nauðsynleg aðstaða!
Styð þetta heilshugar. Myndi setja enn meiri brag á bæinn. Þetta er heillandi sport og skemmtilegt og gæti jafnframt sameinast sem fjölskyldusport 😊 Var sjálf í siglingaklúbbnum hér í Garðabæ sem krakki og á mjög góðar minningar þaðan. 💗 væri til í að sjá dóttur mína sigla voginn fagra.
Þarf að gæta varúðar að spilla ekki strönd og vogi. Annars engin mótrök.
Löngu tímabært! Man mjög vel hversu gaman það var að fara í klúbbinn þegar ég var barn.
Gaman væri ef það væri hægt að tvinna sjóbaðsaðstöðu með í þessi dásamlegu hugmynd.
Þetta er frábær hugmynd og gæfi fólki tækifæri á auknum lífsgæðum með því að geta sótt sjóinn
Þetta er löngu orðið tímabært.
Eina vitið! Löngu tímabært
100% með
Við megum vera stolt af því að vera með mjög öflugt íþróttastarf í bænum okkar. Ef einhversstaðar mundi þrífast virkur siglingaklúbbur þá væri það i Garðabænum. Einnig eru aðstæður til iðkunar mjög öruggar og góðar frá náttúrunnar hendi.
Frábær hugmynd bæði fyrir börn og fullorðna
Væri algjörlega frábær viðbót enda eina aðstaða á höfuðborgarsvæðinu sem er Nauhólsvík löngu sprunginn sem sýnir hvað þetta er vinsælt sport.
Alltaf geggjað að efla áhugamál
Frábær hugmynd sem myndi efla sjósport í Garðabæ
Nauthólsvík er löngu sprungin varðandi sjósunds aðsókn. Og fólk að keyra úr Garðabæ og Hafnarfirði til Reykjavíkur til að stunda það. Það væri bráð sniðugt að bjóða upp á aðstöðu fyrir sjósund samhliða siglingarnar námskeiðum og aðstöðu fyrir smábáta.
Já takk!!
Styð þetta verkefni 100%
Það styrkir bæjarbraginn og samfélagið að hafa þessa hluti í góðu standi
Hrein snilld! 😎
Mikilvægt að efla tengsl við náttúruna.
Það er ekki bara boltaáhugafólk í Garðabæ. Elskum við ekki fjölbreytileika 👊😁
Mikilvægt að fjölga valkostum fyir tómstunda iðkun barna og unglinga
Þetta myndi efla tengsl og aðgengi fólks við sjóinn og strandlínu bæjarins, staðir sem maður heimsækir kannski ekki annars.
Þarft framtak og nauðsynlegt að styðja við strand-tómstundir okkar eyjaskeggja. Framkvæmd sem skilar sér margfalt inn í samfélagið.
Fràbært að byggja upp þessa aðstöðu… Sjósport er svo skemmtilegt. Stunda reglulega Sjósund og Nauthólsvík getur varla tekið á móti fleirri gestum. Fyrir lengri sund væri gott að vera með kajak til fylgdar og svo er upplagt að læra siglingar ⛵️🌊🏊🏻♀️👍
Geggjuð viðbót við annars fallegt samfélag, myndi virkja nýtingu á fallegri náttúru til muna!
Frábær hugmynd
Ég bjó á Kársnesi og siglingaklúbburinn þar var eitthvað sem veitti mér og fjölskyldunni hærri lífsgæði en flest annað. Það er ekki margt sem fjölskyldur geta stundað saman og allir vaxið í leiðinni. Mér þætti vænt um að auka aðgengi að siglingum núna þegar við erum komin í Garðabæinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation