Skylda réttar fráveitutengingar lóða

Skylda réttar fráveitutengingar lóða

Skylda lóðir sem eru með fráveitutengingar við a.m.k. tvöfalt kerfi til að viðeigandi miðlar tengist rétt. Þannig að lóð með skólptengingu og ofanvatnstengingu verði að tengja ofanvatnið í ofanvatn og skólp í skólp. Í dag er löglegt að tengja ofanvatn í skólp en það eykur líkur á því að skólpdælustöðvar og skólphreinsistöðvar fari á yfirfall eða að neyðarlúga opnist (viljum lágmarka bæði yfirfall og neyðarlúgulosanir). Í dag er ekki hægt að skylda rangt tengda aðila til að laga tenginguna.

Points

Þetta er mikilvægt ef Ísland ætlar að ná markmiðum sínum í fráveitumálum og ég tel að allir sem stunda eitthvað sjósport í nágrenni við dælustöðvar séu líklegri til að hreyfa sig þegar það er rigning ef þessi breyting á sér stað.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information