Lagfæra tennisvöll við Heiðarhjalla

Lagfæra tennisvöll við Heiðarhjalla

Við Heiðarhjalla er tennisvöllur sem virkilega er kominn tími til að gera endurbætur á. Völlurinn hefur ekki verið þrifinn almennilega síðustu sumur. Slikja liggur yfir honum að hluta sem gerir hann sleipann og skapar slysahættu. Einnig er hola sem þarf að fylla upp í ásamt því að þrífa þarf völlinn og mála hann upp á nýtt. Með því að hafa tennisvöll sem er í lagi eykur það úrval hreyfingar og afþreyingar fyrir kópavogsbúa ásamt því að stuðla að betri lýðheilsu fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Points

Þetta er skammarlega ljótt þegar enginn er snjórinn. Væri fínt að hafa tennisvöll nema það mætti þá taka netið niður þegar snjór er og krakkarnir renna sér á öruggu svæði þarna

Styð þetta

Flott hugmynd

Mjög fínt að hafa þennan tennisvöll í hverfinu áfram. Nauðsynlegt að hafa fleiri valkosti til íþróttaiðkunnar. Völlurinn er mjög mikið notaður á sumrin, um leið og netið kemur upp sem tennisvöllur. Á veturnar er hann einskonar umgjörð um sleðabrekkuna og varnar því að fólk þeysist niður bratta brekkuna bak við völlinn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information