Gangbraut á Bogatanga við veginn upp að Hlaðhömrum.

Gangbraut á Bogatanga við veginn upp að Hlaðhömrum.

Það eru talsvert færri möguleikar á að komast yfir Bogatanga á gangbraut á svæðinu milli Þverholts og Langatanga borið saman við Bogatanga milli Langatanga og Álfatanga.

Points

Það þarf að auðvelda fótgangandi að komast yfir Bogatanga. Þetta á m.a. við um þá sem eru á leið með börn í leikskóla (Hlíð, Hlaðhamrar) og aðra sem eiga erindi á þetta svæði. Það liggur bútur af gangstíg út á Bogatanga við endann á Bugðutanga. Þetta er hálfgerð slysagildra þar sem engin gangbraut tekur við.

Þarf að hugsa betur fyrir samfellu í gönguleiðum og gangbrautum þannig að gönguleið sé greið en gufi ekki skyndilega upp eins og víða er. Gönguleiðir eru samgönguleiðir rétt eins og bílvegir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information