Samlesa gögn á myndum sem eru vistaðar á söfnum bæjarins við

Samlesa gögn á myndum sem eru vistaðar á söfnum bæjarins við

Líklega þarf fýsileika könnun að fara fram fyrst áður en farið er í þetta verkefni. Fyrsta skrefið gæti verið að finna eða útbúa kort af bænum með gömlum bæjum og götumerkingum. Á söfnum bæjarins eru örugglega geymdur aragrúi af gömlum myndum sem enginn veit hver er á. Jafnvel eru þessar myndir komnar á stafrænt form. Reynandi er ef það eru einhverjar upplýsingar á myndinni eins og hvenær og hvar hún er tekin að samlesa það við t.d.íbúaskrár. Gervigreind gæti yfirfarið gögn eins og íbúaskrár og ártöl og reynt að mappa myndir við staðsetningar.Þannig myndi verða til gagnvirkt myndakort. Þannig væri hægt að skoða myndirnar eftir ártali og staðsetningu sem myndi auka líkurnar á að íbúar eða aðrir gætu mögulega fundið myndir af ættmennum sínum sem þau myndu ef til vill ekki hafa hugmynd um að væru til. ef persónuverndarlög banna það ekki væri hægt að bjóða upp á að gestir vefsins skrái upplýsingar ef þeir vita hvaða folk er á myndunum, eða ef þau vita hvar/hvenær mynd er tekin.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information