Eignarhald á auðlindum

Eignarhald á auðlindum

Nýtt ákvæði þarf að koma inn í stjórnarskrá sem tryggir að náttúruauðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar og að nýting þeirra sé í senn sjálfbær og almenningi til hagsbóta. Miklar umræður hafa verið í samfélaginu um auðlindir og nýtingu þeirra undanfarin ár og skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti fólks er hlynntur slíku ákvæði. En hvernig þarf það að hljóða til að ná markmiði sínu?

Points

Eignin er okkar þjóðarinnar

Það verður að laga þetta og gera rótækar breitingar á kerfinu almenningi til hagsbóta kjósa fólk sem hefur dug til umbyltinga á kerfinu.

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

Við vitum hvað hefur orðið um náttúruauðlindir sem aðrar þjóðir hafa þjóðnýtt, jú þær hafa endað hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum, ekki sem eign heldur sem langtímaleiga. Náttúruauðlindir Íslands eru allt eins eign komandi kynslóða og því ekki hægt að eignfæra náttúruauðlindir Íslands á núlifandi Íslenska þjóð til ráðstöðvunar, eða vilja menn að meirihluti Íslensku þjóðarinnar eða umbjóðendur hennar ákveði að leigja náttúruauðlindir Íslands til erlendra hæstbjóðanda?

Allar auðlindir landsins þurfa að hafa sterk lög og rök um að nýting kosti þá sem nýta þær, hvort sem þær eru á landi eða í sjó.

Allt land og allar auðlindir eiga að vera í sameign þjóðarinnar. Afnema þarf allar séreignir á landi og gera þær að þjóðareign. Þá er ekkert land til sölu og þar með er búið að koma í veg fyrir sölu lands til útlendinga

af hverju þarf nýtt áhvæði.? ef lög duga. en ef þar náttúruauðlindir utan eignarlanda

Þetta er okkar

Auðlindir á og við Ísland eru auðlindir í þjóðareign

Ég vil að náttúruauðlindir okkar íslendinga séu í eigu almennings

Eignarhaldið hefur ekkert að segja um afnotaréttinn, sem er aðalatriðið, varðandi, fiskinn, vatnið og orkuna.

Ég hef verulegar áhyggjur af auðlindum landsins því ekki virðist minnsta mótspyrnu gegn ásæld stórútgerða og alls kyns hulduaðila auk erlendra aðila með óljósa tilgang í fiskveiðiréttindi, vatnsréttindi, og landeignir. Því finnst mér ótvíræð ákvæði um þjóðareign eða þjóðarrétti brýn í stjórnarskrá landsins Mér þykir mjög rangt að henda þeirri vinnu á glæ sem unnin var af fulltrúum þjóðarinnar á stjórnarskrárþinginu og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu að nota sem grunn að nýrri stjórnarskr

Tryggja í orðalagi að sanngjarnt afgjald komi fyrir nýtingu auðlinda landsins.

Almannaheill

Hér er mjög mikilvægt að orðalagið sé í sem mestu samræmi við drög Stjórnlagaráðs þar sem meðal annars var kveðið á um "fullt verð" fyrir hagnýtingu á auðlindunum. Í öllum tillögum Alþingis að svona ákvæði hefur verið gefinn verulegur afsláttur af þessari kröfu. Slíkar breytingar eru ekki almenningi til hagsbóta og því verður að verjast þeim. Að lokum, enn og aftur: Það er galið að ekki sé byggt á niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í störfum þingsins um stjórnarskrárbreytingar. Galið!

Það á að reka þjóðfélagið, byggja upp innviði með arði af auðlindum þess.

Það hefur aldrei verið veitt lögleg heimild til sölu aflaheimilda og má aldrei gerast Það hefur heldur aldrei verið veitt heimild til að útgerðir skrái aflaheimildir sem eign í Efnahagsreikning útgerða sinna. Slíkt er þjófnaður undir vernd Ríkisskattstjórna. Allar náttúruauðlindir eiga að vera sameign þjóðarinnar og afnotaréttur greiðist fullu verði

Sjalftaka ákveðinna aðila hér á landi á einhverju sem ætti að vera þjóðareign sem skila svo engu í samfélagið miðað við hvað þeir hirða? Það segir sig frekar sjálft að það er ekkert nema kerfisleg spilling.

Það hefur ekkert með kirkjuna að gera...en það er mín barnatrú, sem ég hef ennþá, að allar auðlindir landsins tilheyri okkur sem búum hér og er sameiginleg auðlind sem kjörnir fulltrúar eigi að fara vel með okkur öllum til hagsbóta. "Það hefnist þeim sem svíkur sína huldumey, ......"

Nátturulindir Íslands eru og eiga að vera í þjóðareign. Enginn á að fá að ráðskast með þau sjálfum sér eða vinum og fjölskyldu til hagsbóta. Allt sem varðar þessar auðlindir á að fara fyrir þjóðaratkvæði svo komist verði sem mest hjá klíkustarfsemi. Arður af auðlindunum ætti svo síðan að nota til að byggja sjúkrahús, elliheimili, skólar og leikskólar. Létta á skattbyrgði þeirra sem minna mega sín. Alþingi Íslands á ekki að fá að ráðskast með auðlindirnar eins og þeim sýnist.

Koma þarf fram að landhelgin og það sem þar er syndandi eða á hafsbotni séu aulýndir og í eigu þjóðarinnar og á að taka réttlátt gjald fyrir notkun þeirra sem mundi renna í ríkissjóð

ef einhver fær leyfi til að fénýta náttúruauðævi í hverri mynd sem skal sem not af því greiða fyrir hæfilegt gjald. Það ætti við um öll náttúruauðævi sem eru erfðarauðævi þjóðarinnar.

Þjóðin á að eiga auðlyndirnar að öllu leiti.

34. gr. - Náttúruauðlindir Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðli

Til að byggja upp innviði á Íslandi þarf að nota þær auðlindir sem tilheyra Íslandi og kemur öllum Íslendingum til góðs, sérstaklega huga að öldruðum og öryrkjum, ekki síst lánlaunafólki og börnum þeirra sem hafa ekki sömu möguleika og börn efnaðra foreldra. Auðlindir Íslands eiga að vera 100% sameign þjóðarinnar ekki örfárra einstaklinga.

Allar auðlindir landsins eiga að vera í eigu þjóðarinnar, ekki mögulegt að veðsetja þær né selja og greiða skal gjöld af afnotum af auðlindunum í þjóðarsjóð til uppbyggingar á sameiginlegu heilbrigðis- og menntakerfi.

Þjóðin á auðlindina og því má aldrei breyta. Sjávarauðlindina á að nýta í þágu þjóðarinnar en ekki láta einhverja freka og spillta kvótagreifa semda arðinn af auðlindinni úr landi til þess að fella krónuna og skerða lífskjör almennings í landinu.

Ég hef þegar samþykkt í þjóðratkvæðagreiðslu orðalagið sem sett var fram í tillögum stjórnlagaráðs og tel hið eina rétta að sú atkvæðagreiðsla verði tekin gild. Mikilvæg er að tryggja sjálfbærni og að fullt verð verði greitt fyrir afnot af auðlindum til hagsbóta fyrir almenning. Einnig að þær verði ekki seldar eða veittar varanlegar nýtingarheimildir sem gætu leitt til hefðarréttar.

Er ekki spurning að náttúruauðlindir Íslands eigi að vera í eigu almennings.

Auðlindir Íslands eiga að vera í eigu þjóðarinnar og ekki veðsetjanlegar.

Náttúruauðlindir eiga að vera í þjóðareign og við þjóðin að njóta afraksturs þess

Grundvallarmál inní framtíðina.

Mér finnst það bara augljóst að auðlindir landsins séu í eign þjóðarinnar.

Auðlindir ættu alltaf að vera þjóðareign og aldrei ætti að selja eignarrétt okkar af þeim, hvorki til innlendra né erlendra aðila. Þeir sem hafi afnot af auðlindum þjóðarinnar ættu að greiða af þeim afnotagjöld til ríkisins og óheimilt ætti að vera að framselja þann afnotarétt til eigin hagnaðar. Gildir einu hvort um er að ræða fisk, rafmagn eða eitthvað annað. Erlend fyrirtæki og stóriðja ættu heldur aldrei að fá afslátt af slíkum afnotum umfram almenn íslensk fyrirtæki.

náttúruauðlindir Íslands eigi að vera í eigu almennings.

Ákvæði um þjóðareign á auðlindum (utan einkaeignarréttar) má ekki bara vera einhver fagurgali. hann verður að hafa raunhæft innihald og taka af skarið um gjaldtöku bæði til að tryggja rétt eigandans, þjóðarinnar en líka til eyða óvissu þeirra sem fá nýtingarréttinn.

Auðlindir eiga að tryggja að séu í þjóðareign. Enginn einn á að eiga auðlindir þjóðarinnar. Mjög óréttlát hvernig þeim hafa verið úthlutað einstökum aðilum t.d. kvotakerfið sem skilar litið sem ekkert til baka eins með orku fyrirtækin. Þjóðin á að njóta góðs af orkulindunum til að lækka skatta, hafa betri heilbrigðisþjónustu, halda vel utan um aldraðir og ungmenni. All sem snyr að auðlindir landsins eiga að fara fyrir þjónina ekki alþingi.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Þjóđin á ađ nóta gæđa landsins síns.

Eignarréttur þjóðarinnar þarf að vera víðtækur og ná til alls lands og hafsvæða, náttúruauðlinda, og nýtingarréttar á þeim. Orðalagið “sem ekki er í einkaeign” vekur ýmsar spurningar. Eru sveitarfélög “eigendur” náttúrauðlinda á eigin svæði og utan þess? Þarf ekki að skilgreina nýtingarrétt einstaklinga og sveitarfélaga í stað þess að setja einkaeignarrétt ofar eignarrétti þjóðarinnar? Í þjóðareign þarf að felast tilkall til alls arðs (rentu) af eigninni. Orðalagið “fullt verð” nær því best.

Ef ég man rétt þá stendur það í stjórnarskránni að auðlindir í og við Ísland er eign þjóðarinnar það er bara orðað svo vítt að það er auðvelt að snúa útúr orðalaginu,það er meira að segja ef ég man rétt stjórnarskrár-varinn réttur Íslendinga ganga hvar sem er svo ekki sé gengið á friðhelgi bændanna þ.e.a.s. að ekki sé verið að styggja búpening bændanna eða skemma löndin sem þeir hafa undir sinni umsjón og einnig stendur í stskránni að ekki megi framselja til erlendra nema með samþykki alþingis.

Mér finnst vanta skilgreiningu á því um hvað náttúruauðlindir er verið að tala sem eiga að vera í eigu þjóðarinnar. Er verið að tala um jarðveginn, æðarvarp, rekavið, beitilan og þangtekju? Fiskveiði í sjó og vötnum? Laxveiði í ám? Vatnsból heima á sveitabæjum eða bæjarlækinn? Jarðhitann allann? Volga lækinn og háhitann? Skilgreiningar eða orðskýringar eru grunndvallaratriði til að geta tekið afstöðu með eða á móti.

Kvóta á að leigja af ríkisjóði en á ekki að ganga kaupum og sölum.Af hvaða auðlindum sem er

Auðlindir Íslands óhrekjandi og ævinlega eign þjóðarinnar í heild sinni. Til hugsanlegrar nýtingar við grandskoðaðar aðstæður landi og lýð til heilla.

Augljóst réttlætismál svo einfalt er það ...

Þjóðin á að eiga auðlindir Íslands og hún á að fá afgjald af þeim öllum.

Skrifa rök, til hvers er það? Stjórnmálamenn er alveg sama hvað fólki finnst...

Togveiðiflotinn veldur gríðarlegum skaða á fiskimiðum og samfélagi, opna þarf augun fyrir frelsi til línu og handfæraveiða. Veiða sem myndu fylla hafnir Íslands lífi og gleði, öfugt við það sem er í dag

Náttúruauðlindir, hvort sem það er fiskurinn í sjónum, orkuauðlindir eða aðrar auðlindir landsins skulu vera í eigu þjóðarinnar, þjóðinni til hagsbóta.

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012, þá sem stjórnlagaráð vann,þjóðin hefur samþykkt hana. Vinsamlegast notið hana!!

Gæta þess vel að orðalag sé skýrt um eignarhald þjóðarinnar og gjaldtöku fyrir afnot auðlinda þannig að ekki sé hægt að deila endalaust eftirá um hvað setningarnar merkja í raun.

Vatnsréttindi, vatnsaflsréttindi og aðrar virkjanir eiga að vera á höndum ríkisins. Jarðir eiga eingöngu að vera í höndum þeirra sem eiga lögheimili og eru skattaðir á Íslandi. Hömlur eiga að vera á hversu mikið land má eiga. Aflaheimildir í fiskistofnum eiga að vera í höndum ríkisins sem leigir þær út. Allur fiskur á að fara á fiskmarkað hérlendis ekki seldur beint úr landi.

Þeir sem ætla áð fá leyfi til að nýta auðlind, eiga að greiða gjald fyrir.

Við eigum auðlindir hafs og sjávar ekki nokkrir gráðugir einstaklingar sem hirða nær alla innkomuna og vista á aflandseyjum.

Allt sem er undir yfirborði ltti að vera í þjóðareign þ.e. Fiskur,jarðhiti,vatn, og hvaðeina sem ekki hluti búskapar. Vatn er hluti jökla og regns og verður aldrei eign einhvers annara en allra þjóðarinnar.

Nátturulindir Íslands eru og eiga að vera í þjóðareign. Enginn á að fá að ráðskast með þau sjálfum sér eða vinum og fjölskyldu til hagsbóta. Allt sem varðar þessar auðlindir á að fara fyrir þjóðaratkvæði svo komist verði sem mest hjá klíkustarfsemi. Arður af auðlindunum ætti svo síðan að nota til að byggja sjúkrahús, elliheimili, skólar og leikskólar. Létta á skattbyrgði þeirra sem minna mega sín. Alþingi Íslands á ekki að fá að ráðskast með auðlindirnar eins og þeim sýnist.

Stjórnlagaráð gerði gott uppkast að stjórnarskrá . Þjóæin kaus um það og samþigti. Við þurfum ekki fleiri eða útþinta útgáfu af stjórnarskránni. Notum það og samþikkjum.

Auðlindir eiga að vera í eigu þjóða og nýtingarétturinn líka því ekki viljum við vera í sömu stöðu og Nigeríska þjóðin eða fólk í suður ameríku sem mátti ekki einu sinni safna regnvatni það hafði fyrirtæki fengið einkaleyfi á öllu vatni.

Í mínum huga er það sjálfsagt að þjóðin eigi auðlidir lands og sjávar á okkar yfirráðasvæði. Arðurinn af auðlindunum á að renna inn í þjóðfélagið, ekki í vasa einkaaðila. Sérstaklega þarf að gæta þess að erlendir aðilar geti ekki haft áhrif á nýtingu auðlinda Íslands. Við eigum alltaf að hafa síðasta orðið í öllu varðandi auglindir okkar, ekki alþingi. Alþingi þarf að spyrja þjóðina um hennar afstöðu.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhitaog námaréttinda.

Ég er svo sannarlega með því að auðlindir séu í eign þjóðarinnar. Stend fyrir undirskriftasöfnuninni SELJUM EKKI ÍSLAND Undirskriftalistinn er hér: https://www.jenga.is/

Eg vil hafa rödd og hafa eitthvað um það að segja hvernig auðlindum Íslands sé ráðstafað

Ég vil að þeir sem hagnýta sér sameiginlega auðlind allrar þjóðarinnar greiði fullt gjald fyrir.

Auðlindir í þjóðareign eða þjóðnýting auðlinda, hver er munurinn? Enginn, það er nákvæmlega enginn munur þar á. Og hver fer svo með eignir þjóðarinnar? Ríkið, alþingi og ríkisstjórn. Og treystum við ríkinu til að úthluta þessum gæðum? Nei, reynslan er þar ólygnust. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir afleiðingum þess að auðlindir séu þjóðnýttar, strandveiðikerfið hefði tæpast verið sett á ef þjóðin hefði átt þær auðlindir, þar sem réttur einstaklingsins hefði þá verið fyrir borð borinn.

Auðlyndir, náttúra, hálendið, verði ávallt í eigu þjóðarinnar. Auðlyndir eins og rafmagn seljist ódýrt til íslenskra bænda og ræktanda en hærra til erlendra stóryðja. Viðmiðið á að vera að stuðla að íslenskri sjálfbærni. Mikilvægt að vernda hreina vatnið okkar, bæði að selja það ekki frá okkur sem og að vernda hreinleika vatnsbóla og vatnverndarsvæða.

Notum tillögu stjórnlagaráðs óbreyttar.

Orðalag skv drögum Stjórnlagaráðs; auðlindir á láði, legi og í lofti eru ævarandi þjóðareign og greiða skal fullt verð fyrir hagnýtingu á auðlindum.

* Auðlindir í náttúru Íslands eru ævarandi og sameiginleg eign þjóðarinnar. * Enginn getur fengið þær til eignar eða varanlegra afnota. * Þær má aldrei selja né veðsetja. * Nýting þeirra skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. * Afnot af þeim má aðeins leyfa gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. * Leyfi til afnota af þeim skulu veitt á grundvelli jafnræðis. * Slík leyfi leiði aldrei til myndunar eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Við, þjóðin öll, eigum allar okkar náttúruauðlindir. þar með talinn þorskurinn og ýsan og aðrar tegundir fiska. Við höfðum heilmikið fyrir því að bola erlendu stórveldi út úr stækkandi landhelgi. Sú barátta kostaði eitt mannslíf, að eg man. Við verðum að hafa stjórnarskrá sem tryggir eignarrétt okkar, en ekki stórútgerða sem hirða allan ávinning.

Þjóðin á að eiga auðlyndirnar að öllu leiti.

Mér finnst tillögur stjórnlagaráðs frá 2012 ná þessu fullkomlega

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. ALDREY. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn.

Hér er mjög mikilvægt að orðalagið sé í sem mestu samræmi við drög Stjórnlagaráðs þar sem meðal annars var kveðið á um "fullt verð" fyrir hagnýtingu á auðlindunum. Í öllum tillögum Alþingis að svona ákvæði hefur verið gefinn verulegur afsláttur af þessari kröfu. Slíkar breytingar eru ekki almenningi til hagsbóta og því verður að verjast þeim.

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012. Auðlindir í náttúru Íslands eru ekki í einkaeigu, þjóðin sem slík hefur aldrei veitt þessa heimild. Auðlindir Íslands eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar!

Ég kaus nýja stjórnarskrá 2012, þá sem stjórnlagaráð vann,þjóðin hefur samþykkt hana. Vinsamlegast notið hana!!

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhitaog námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá

Orðalag ákvæðisins verður á óyggjandi hátt að tryggja að allar náttúruauðlindir á Íslandi og innan landhelginnar verði ævarandi þjóðareign og að sanngjarnt gjald renni til þjóðarinnar verði þær nýttar.

Allar auðlindir til lands og sjós eru eign þjóðarinnar. Nýting auðlinda er leigð að lágmarki 1 árs og að hámarki 10 ára til einstaklinga og/eða fyrirtækja, með þeim fyrirvara að þeir sem að leigja auðlindina rýri ekki, mengi eða ofnýti þá auðlind. Ef svo er, er samningi rift, leigendum refsað (sekt eða fangelsisvist) og viðkomandi fær ekki að leygja auðlind næstu 10 ár.

Eins og unnið hefur verið að öllu í sambandi við þessar stjórnarskrá er allt frekar ólýðræðislegt, það núasta hvernig var kosið eða skipað þessa ráðstefnu sem er nýyfirstaðin.

Rifjum upp í aðdraganda kvótsetningar. Til að byrja með var rætt um að kvóti yrði ekki seljanlegur út fyrir hvern og einn landsfjórðung. Litlu sjávarútvegsbæjirnir sáu sæng sína útbreidda ef þeir myndu missta kvótann. Margt jákvætt var rætt í aðdragandanum og hagræðing í hávegum höfð. Því miður keyrðum við útaf í þessu máli. Nú þarf að stokka aftur upp. Nauðsynlegt er að auðlindir séu í eigu þjóðarinnar til að það sé hægt sé að breyta til baka.

Ákvæðið um auðlindir. Einstaklingar og fyrirtækjum er EKKI heimilt að kaupslaga með auðlindir sem eru í þjóðareign. Orkuauðlindir verði EKKI falboðnar. Fiskveiðiheimildir verði leigðar til x-margra ára, að þeim tíma liðnum verður þeim endurúthlutað, þó má semja um endurúthlutun til sama aðila þannig að samfella í rekstri verði ekki rofin. Nú eru ýmsar auðlindir (m.a. vatnsréttindi) í eigu einstaklinga, þær má selja til aðila sem sannanlega á búsetu á Íslandi og greiðir skatta og skyldur hér

Það virðist vera einhver rómantík í kringum þessa gamaldags hugmynd að festa landnýtingarréttinn við tiltekinn hóp fólks. Þetta er í senn afturhaldssemi sem er byggð á tortryggni út í "aðra" og nasísk hugmynd þar sem hugtakinu þjóð eru gefnir mannlegir eiginleikar sem eins og getu til ákvörðunartöku og ábyrgð. 33,76% kjörbærra manna kusu í stjórnlagaráð og 35,53% samþykktu tillögur þess. Miðað við sama áhuga væri í besta falli þriðjungur þjóðar að taka ákvarðanir með nýtingu lands hverju sinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information