Velferð dýra

Velferð dýra

Dýr og lífríki eru mjög mikilvægur þáttur í samfélaginu, sum beint og önnur óbeint. Við skulum setja varúðarákvæði um dýravernd í stjórnarskrá og velferðarákævði í löggjöf þannig að velferð dýra njóti vafans í ákvarðanatöku er varðar dýrahald. Með lögum skal einnig kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.

Points

Mér finnst einhvernvegin að nútímaleg stjórnarskrá hljóti í það minnsta að innihalda ákvæði sem kveður skýrt á um bann við illri meðferð dýra.

Yfirvöld eiga ekki að geta tekið dýr af heimili sínu og drepið. Fara á með gæludýr á sama hátt og barnavernd. Dýrið eigi sín réttindi og rétt á að lifa við góðar aðstæður. Spurning um DNA skráningu og að um leið sé haldið utan um ættir dýra. Ef hundur bítur þarf að meta afhverju og aðstæður. Afhverju taldi hann/hún nauðsynlegt að verja sig með biti?

Stjórnarskrárvarinn réttur dýra til velferðar styrkir alla opinbera umgjörð dýraverndarmála, þá er best að hafa varúðarsjónarmið þannig að velferð dýra njóti vafans í öllu dýrahaldi. Með varúðarsjónarmiði er velferð dýra sett í forgang þar sem við á, framar sérhagsmunum fyrirtækja og sparnaði í kerfinu, t.d. þegar dýr finnast eða upp koma neyðartilfelli þar sem ódýrasti kosturinn, aflífun, er oft valinn sjálfkrafa af yfirvöldum eða að úrlausnir tefjast vegna formsatriða í stjórnsýslunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information