Núverandi banka- og peningakerfi er ekki rekið í þágu þjóðarinnar. Það er ótækt að einkabankar geti búið til peninga úr engu vegna þess að brotaforðakerfi bankanna er leyft með lögum.
"Það er ótækt að einkabankar geti búið til peninga úr engu..." Rétt. "vegna þess að brotaforðakerfi bankanna" Rangt. Það er enginn brotaforði. Það er ekki neitt. Lánsfé er einfaldlega búið til með því að hækka innstæðuna á reikningi lántakandans. "er leyft með lögum" Rangt. Hvergi er leyft með lögum að telja innlánsfé í bönkum til lögeyris, heldur skilgreinir seðlabankinn bara hugtakið öðruvísi. Málið er mjög einfalt: bankar auka peningamagn með því að veita lán og þurfa ekkert fé til þess.
Bæði núverandi stjórnarskrá og síðari tillögur um endurskoðun, eru því sama marki brenndar að þar er hvergi fjallað um peningavaldið. Við mótun tillagna stjórnlagaráðs var meira að segja tekin meðvituð ákvörðun um að sleppa því. Umgjörð um valdið til að búa til peninga ætti að vera bundin í stjórnarskrá og engin endurskoðun hennar getur skilað raunverulegum árangri nema sérstaklega verði tekið á þessu, vegna þess hve peningavaldið er sterkt ef það fær að fara sínu fram óbeislað.
Útgáfu peninga (seðla, myntar, rafmyntar) væri í höndum t.d Seðlabanka Íslands að þvi tilskyldu að hann væri í eigu þjóðarinnar en ekki einkaaðila, Þannig rynni hagnaðurinn inn í þjóðfélagið, ekki í vasa einkaðila. Nú er þessu ekki þannig farið. Hagnaður af bankakerfinu rennur í vasa bankaeigenda í stað þess að þjóðin (almenningur) ætti að njóta góðs af heiðarlegu peningakerfi sem er eingöngu til að þjóna þörfum fyrirtækja og einstaklinga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation