Allar raforkuvirkjanir eiga að vera í þjóðareigu.

Allar raforkuvirkjanir eiga að vera í þjóðareigu.

Tryggja þarf áframhaldandi eignarhald þjóðarinnar á Landsvirkjun, Landsneti, dreifikerfum og smásölu sem ríki eða sveitafélög eiga. Hættum að markaðsvæða raforkuna og endurheimtum fullt forræði yfir raforkunni. Endurheimtum forræði yfir söluverði á raforku og leyfum niðurgreiðslu á raforku til ylræktar og umhverfisverndandi iðnaðar sem t.d. endurvinnur plast til eldsneytisframleiðslu. Margir möguleikar eru á endurvinnslu á öllu sorpi ef raforkuverði er stýrt í þágu þess að það verði arbært.

Points

Staðan í umhverfismálum kallar á nýsköpun í ýmisskonar endurvinnslu. Það er lítill vilji til slíkrar endurvinnslu vegna óvissu um raforkuverð, sem hefur skapast vegna markaðsvæðingu raforkunnar. Þjóðin sem á raforkuna fékk aldrei tækifæri til að kjósa um það hvort hún vildi þessa markaðsvæðingu og skoðanakannanir hafa sýnt að þjóðin kærir sig ekki um markaðsvæðinguna. Mikilvægt er að stefna að sjálfbærni og stýra raforkuverði í þágu innlendrar matvælaframleiðslu og endurvinnslu á öllu sorpi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information