Ísland hefur alla burði til að draga úr kolefnislosun með því að rækta alla ávexti og grænmeti með umhverfisvænni raforku og Co2 úr borholum. Einnig er hægt að rækta hér allan lífdísel. Repjuræktun hérlendis þarf að efla því ræktunin bindur kolefni og repjan er góð sem lífdísel. Volvo flugrútur í Gautaborg ganga fyrir repjuolíu. Hægt væri að knýja skipaflotann með henni, þar með verða flutningar til og frá landinu með skipum umhverfisvænni sem hjálpar til við sölu á fiski á erlenda markaði.
Við eigum nóg af landssvæði, vatni, umhverfisvænni raforku og Co2 úr borholum, til þess að rækta ávexti og grænmeti í gróðurhúsum með miklu minni Co2 losun en erlendir ræktendur, því ber okkur skylda til að auka slíka ræktun og binda þar með Co2 úr borholunum. Lífdísell úr pálmaolíu er mjög skaðlegur fyrir ræktunarsvæði hans og því eigum við að rækta okkar eigin lífdísel úr repju og vonandi getum við verið aflögufær fyrir önnur lönd. Raforkuverð verður að vera lágt fyrir ræktun og vinnslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation